Eins og blaut tuska í andlitið

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. mbl.is/Krisinn

„Við fjölskyldan erum mjög ósátt við þennan dóm,“ segir Hrönn Óskarsdóttir, systir 16 ára stúlku sem varð fyrir hrottalegri árás sjö 16-17 ára stúlkna um hábjartan dag  í miðri viku í Heiðmörk í apríl sl.

Dæmt var í máli þeirra þriggja stúlkna sem höfðu mest í frammi í árásinni í héraðsdómi Reykjaness í dag og þar var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu þeirra í þrjú ár haldi þær almennt skilorð. Þær voru ákærðar fyrir að slá og sparka margsinnis í yngri stúlkuna með þeim afleiðingum að hún marðist og hlaut fleiri áverka.

Stúlkurnar játuðu allar brot sitt. Ein stúlkan fór í vímuefnameðferð í kjölfarið. Héraðsdómur segir, að líta verði til aldurs þeirra og játningar og iðrunar og að þær hafi ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi. Á móti komi að verknaðurinn sé alvarlegur.

„Við vissum alveg að við myndum fá blauta tusku í andlitið úr þessu dómsmáli, spurningin var bara hversu blaut hún yrði. Og þetta er verra en við áttum von á,“ segir Hrönn og tekur fram að fjölskyldan sé ekki síst ósátt við að málið sé látið hanga yfir þeim næstu þrjú árin meðan stúlkurnar eru á skilorði. „Þarna er bara verið að hugsa um hagsmuni gerendanna. En hver á að passa upp á hagsmuni fórnarlamba?“ segir Hrönn.

Tekur hún fram að ljóst megi vera af dómnum að aðeins sé verið að dæma út frá  líkamlegum áverkum þar sem  sálrænu áhrifin sem árásin hefur haft séu  algjörlega hunsuð. Bendir Hrönn sem dæmi á að ekki hafi í dómsmálinu verið leitað eftir mati frá áfallateyminu sem aðstoðað hafi systur hennar eftir árásina.

„Það sem einkennir ofbeldismál er að mannlegi þátturinn virðist gleymast, þar sem eftir situr fórnarlamb með svo stórt sár á sálinni sem kostar blóð, svita og tár að reyna að láta gróa. Svona upplifun breytir fólki fyrir lífstíð,“ segir Hrönn og bætir við að beinbrot virðist litið alvarlegri augum en sár á sálinni.

„Það er rosaleg alvarlegt þegar dómsvalið kemur með þá yfirlýsingu með svona dómum að þetta sé ekkert svo alvarlegt. Hvaða skilaboð erum við þá að senda út í samfélagið?“ spyr Hrönn.

Spurð hvers konar refsingu hún hefði viljað sjá segist Hrönn hafa viljað sá aukna eftirfylgni og eins að árásin hefði einhverjar afleiðingar fyrir gerendurna. „Hvernig á fólk annars að læra ef það hefur engar afleiðingar að eyðileggja sálarlíf annarrar manneskju?“ spyr Hrönn.

Innt eftir því hvernig systir hennar hafi það segir Hrönn að fyrstu mánuðirnir eftir árásina hafi verið skelfilega erfiðir og kostað margar andvökunætur. Systir hennar fái enn, átta mánuðum eftir árásina, aðstoð hjá áfallateymi og sé enn í tímum hjá sálfræðingi auk þess sem fjölskyldan hafi veitt henni mikinn stuðning. Hrönn bendir á að árásin hafi átt sér stað rétt áður en systir hennar hafi átt að byrja í prófum í 10. bekk og því hafi hún þurft að fresta þeim, en sem betur fer tekist að klára grunnskólann og sé nú komin í framhaldskóla. „Sem betur fer var hún nýbúin í jólaprófunum þegar málið var dómtekið, því þetta tekur mikið á.“

Spurð hver verði næstu skref í málinu segir Hrönn ljóst að kannaðir verði möguleikar á að fara í einkamál. „Við munum alla vega byrja á því að fá okkur nýjan lögfræðing, því við erum ekki sátt við störf réttargæslumanns hennar,“ segir Hrönn og bendir á að fjölskyldan hafi t.d. ekki fengið að leggja fram kröfu í málinu, hún hafi ekki vitað af því þegar málið var dómtekið, hafi ekki fengið að taka þátt í réttarhöldunum og hafi ekki vitað að dómur væri fallinn fyrr en blaðamaður hringdi í þau.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Parísarhjólið fékk neikvæða umsögn

15:01 Hugmynd þess efnis að reist yrði Parísarhjól í Reykjavík, eða útsýnishjól eins og það er kallað í fundarferð Reykjavíkurborgar, fékk neikvæða umsögn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »

Dæmdar fyrir að geta ekki gefið brjóst

15:00 Dæmi eru um að íslenskar konur feli sig inni á salernum til að gefa pela af ótta við að vera dæmdar eða niðurlægðar fyrir að geta ekki gefið brjóst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sunnu Kristínar Símonardóttur við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Meira »
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.n...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...