Rektorsskipti í HR

Svafa Grönfeldt.
Svafa Grönfeldt. mbl.is/ÞÖK

Svafa Grönfeldt er að láta af starfi rektors Háskólans í Reykjavík og við tekur Ari Kristinn Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar. Þetta kemur fram í tölvupósti, sem Svafa sendi kennurum skólans í morgun.  

Í tölvupóstinum segir Svafa, að hún hafi ákveðið að hverfa til nýrra starfa í atvinnulífinu og Ari Kristinn taki formlega við rektorsstarfinu 23. janúar við útskrift nemenda.

Svafa hefur gegnt starfi rektors undanfarin þrjú ár. Ari Kristinn hefur einnig gegnt stöðu forseta tölvunarfræðideildar skólans í tæp 3 ár. Hann lauk doktorsprófi frá Stanford-háskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og starfaði síðan hjá NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, sem vísindamaður og stjórnandi ýmissa rannsókna stofnunarinnar á sviðum gervigreindar og sjálfvirkni.

Ari Kristinn Jónsson.
Ari Kristinn Jónsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert