Fjórir mánuðir fyrir meðferð kannabisefna

Kannabis
Kannabis

Karlmaður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir fíknefnabrot í Hæstarétti Íslands. Var hann sakfelldur fyrir vörslur og meðferð á tæplega 1,2 kílóum af maríjúana í félagi við tvo aðra menn. Hafði hann farið ásamt samverkamönnum sínum í Kópavog til að taka á móti sendingu frá Póllandi sem innihélt matvæli og lögleg efni þar sem fíkniefnunum hafði verið skipt út af lögreglu án vitneskju þeirra.

Samkvæmt sakavottorði mannsins hafði hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi en átti þó nokkurn brotaferil að baki samkvæmt skrá Interpol. Hæstiréttur horfði til magns fíkniefnanna og þess að brotið var framið í félagi við aðra. Ekki þótti unnt, sökum alvarleika brotsins að skilorðsbinda refsinguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert