Hæstiréttur vísar frá máli banka

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Hæstiréttur vísaði í gær frá máli japanska bankans Bank of Tokyo Mitsubishi UFJ, gegn Kaupþingi en japanski bankinn kærði úrskurð héraðsdóms þar sem vísað var frá dómi beiðni dómstóls í Bandaríkjunum um öflun sönnunargagna vegna erlends einkamáls þar sem japanski bankinn stefndi Kaupþingi.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að í íslenskum lögum væri ekki að finna sérstaka heimild til meðferðar fyrir dómi á beiðnum erlendra dómstóla um öflun sönnunargagna hér á landi til notkunar í dómsmálum sem rekin væru erlendis. Væri þörf atbeina íslenskra dómstóla til gagnaöflunar án þess að mál hafi verið höfðað fyrir íslenskum dómstólum yrði að uppfylltum lögmæltum skilyrðum að leita hans eftir ákvæðum laga um einkamál. Þá var Haag-samningur um öflun sönnunargagna erlendis í einkamálum og verslunarmálum, sem beiðnin byggði á, ekki talinn hafa öðlast lagagildi hér á landi. Var málinu því vísað frá dómi.

Einkamálið sem um ræðir er krafa japanska bankans um gagnaöflun tengist, varða samkvæmt gögnum málsins uppgjör á gjaldeyris­skiptasamningi aðila. Fyrir mun liggja að japanski bankinn efndi sinn hluta samningsins, en ekki hafi orðið af efndum af hálfu Kaupþings, að því er fram kemur í greinargerð hans vegna þess að Fjármálaeftirlitið hafi ákveðið að nýta heimild Alþingis með vísan til laga um sérstakar aðstæður á fjármálamarkaði, til að skipa varnaraðila skilanefnd sem tæki við öllum heimildum stjórnar varnaraðila.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert