Icesave-samningur hvorki skýr né réttláttur

Þeirri skoðun er meðal annars lýst í ýtarlegu lögfræðiáliti frá bresku lögmannsstofnunni Mishcon de Reya, að samkomulagið um Icesave-skuldbindingarnar, sem gert var við Breta og Hollendinga í október, sé hvorki skýrt né sanngjarnt.

Fjárlaganefnd Alþingis óskaði eftir því að lögfræðistofan fjallaði um tiltekin álitamál, þar á meðal um hugsanlegar afleiðingar þess að Alþingi  afgreiði ekki lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Lögfræðiálitið barst fyrir helgi og hefur leynd nú verið aflétt af því.

Lögmannsstofan segir, að hafni Alþingi lagafrumvarpinu kunni Ísland og Bretland að leita dómsúrskurðar. Niðurstaða slíks úrskurðar kunni að vera meira íþyngjandi en ákvæði Icesave-samkomulagsins og hugsanlega yrði Íslandi gert að greiða skuldbindingar að fullu án tafar. Hins vegar gæti slíkur málarekstur tekið langan tíma. 

Þá kunni það að hafa aðrar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland ef lögin verða ekki samþykkt, þar á meðal á lánveitingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og aðra alþjóðlega lánafyrirgreiðslu. Á það verði íslensk stjórnvöld hins vegar að leggja mat.

Í álitinu, sem lögfræðistofan gerði að ósk fjárlaganefndar Alþingis, segir að að ganga megi út frá því að frá sjónarhóli Alþingis verði samkomulag í tengslum við Icesave að vera skýrt, pólitískt viðunandi og viðráðanlegt efnahagslega.

Mishcon de Reya segist ekki geta lagt mat á það hvað sé pólitískt viðunandi fyrir Alþingi. Hins vegar séu færð rök fyrir því í lögfræðiálitinu, að núverandi samkomulag, sem Alþingi er að fjalla um, sé hvorki skýrt né réttlátt. Þá sé það einnig skilningur lögfræðistofunnar, þótt hún hafi ekki gert sérstaka útreikninga, að samkomulagið kunni einnig að verða Íslendingum ofviða en leggja þurfi mat á greiðslugetu og áhrif afborgana á aðrar skuldbindingar Íslendinga og þarfir þjóðarinnar. 

Í álitinu segir, að gera megi ráð fyrir að bresk og hollensk stjórnvöld hafi tekið þessa þætti með í reikninginn þegar þau hófu viðræðurnar við Íslendinga. Í viðræðum Mishcon de Reya við lögmannsstofuna Slaughter & May, sem kom fram fyrir hönd breska fjármálaráðuneytisins fyrr á þessu ári, hafi komið fram að þetta væri raunin. Hins vegar hafi sú tilfinning verið fyrir hendi, að Hollendingar væru nokkuð stífari. 

Lögfræðistofan segir, að ef þessar ályktanir séu réttar megi aftur draga þá ályktun að núverandi Icesave-samningur, eða að minnsta kosti hlutar hans, byggist á einhverjum misskilningi.

Þetta stangist hins vegar á við þriðju ályktun lögfræðistofunnar, þá að bresk og hollensk stjórnvöld kunni að líta eða virðist líta á samninginn nú sem endanlega niðurstöðu.   

Lögfræðistofan segir, að hafni Alþingi frumvarpinu eða fresti afgreiðslu þess feli það í sér að ætlunin sé að reyna að taka að nýju upp samningaviðræður við Breta og Hollendinga um málið til að reyna að ná fram hagfelldari niðurstöðu.

Séu Bretar og/eða Hollendingar tregir til að taka upp viðræður að nýju eða hafni því gæti komið upp erfið þráteflisstaða sem kynni að hafa pólitískar, diplómatískar, efnahagslegar og lagalegar afleiðingar.

Komi til dómsmála verði þau tímafrek og ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna. Þess vegna geti það verið tvíeggjað sverð að vísa málinu til dómstóla.

Mishcon de Reya mælir með því að kannað verði hvort svigrúm sé til frekari viðræðna við Breta og Hollendinga um Icesave  í  ljósi hinna efnahagslegu staðreynda. Líta beri á það sem viðræður til að skýra tiltekin atriði frekar en viðræður um nýjan samning. Þá mælir lögfræðistofan með því, að slíkar viðræður fari fram í trúnaði í ljósi þess hve málið er pólitískt viðkvæmt.

mbl.is

Innlent »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »

Ætla að lagfæra og breikka Gjábakkaveg

13:15 „Það hefur staðið lengi til að gera þetta,“ segir Einar Magnússon, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, þegar hann er inntur eftir því hvort standi til að breikka Gjábakkaveg á Þingvöllum. Rúta fór þar út af veginum á miðvikudag og framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins sagði veginn stórhættulegan. Meira »

Berghlaupið skoðað í þrívídd

12:32 Sprungan sem myndast hefur í Litlahöfða á Fjallabaki er um 155 metra löng og er er flatarmál brotsins um 3.800 fermetrar, eða sem nemur hálfum fótboltavelli. Áætlað rúmmál brotsins er á bilinu 160 til 400 þúsund rúmmetrar, en það fer eftir því við hvaða stærð brotsins er miðað. Meira »

Missteig sig og lagðist niður á graseyju

12:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keyrði ölvaða konu heim í nótt sem hafði lagst til hvílu á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Þá handtók hún tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum. Meira »

Vill ryðja brautina

11:30 Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. Meira »

Stígamót hreinsuð af ásökunum

11:48 Stígamót hafa verið hreinsuð af ásökunum og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, hefur tekið við því hlutverki að nýju. Guðrún steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnuumhverfi Stígamóta, eftir yfirlýsingu níu kvenna um neikvæða reynslu sína af starfi samtakanna. Meira »

Fanginn labbaði í burtu

11:19 Fanginn sem slapp á Akureyri í gær var laus í rúmar 5 klukkustundir og fannst í kvikmyndahúsi. Þegar hann slapp var hann við garðvinnu við lögreglustöðina og gekk í burtu á meðan fangavörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá. Meira »

Salan aukist frá fyrri stórmótum

11:10 „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna í knattspyrnu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

10:47 Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »
Krossgátufjör nr. 2
Nýtt 32ja blaðsíðna krossgátublað með 55 krossgátum af margvíslegum stærðum og f...
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
Fortjald á Húsbíl - Loftsúlur
Kampa Rally Air 260 Uppblásið fortjald fyrir Húsbíl - Engar málmsúlur - ekkert b...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...