Bauð 5000 krónur í hús

Flateyri.
Flateyri. www.mats.is

Íbúi á Flateyri hefur boðið 5000 krónur í hús sem stendur við Ránargötu í bænum. Um er að ræða gamalt íbúðarhús sem nýtt hefur verið sem geymsla á vegum áhaldahúss Ísafjarðarbæjar en ekki hefur verið búið í því í 19 ár.

Húsið Ránargata 10 hefur verið til sölu frá því í haust. Ákveðið var að auglýsa eignina á ný þar sem kona sem hugðist kaupa húsið á 1000 krónur dró tilboð sitt til baka í september. Ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar þá að húsið yrði rifið yrði það ekki selt innan tveggja mánaða. Nú hefur íbúi á Flateyri boðið 5000 krónur í húsið. 

Húsið var afskráð árið 1999 þar sem til stóð að rífa það á þeim tíma. Af því varð ekki og því þarf að endurvekja húsið í skráningu fasteignamats og brunabótamats. Húsið var byggt árið 1902 og stendur á 369 fermetra lóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert