Sat fastur í bílnum eftir veltu við Blönduós

Snjómokstur á Blönduósi.
Snjómokstur á Blönduósi. mbl.is/Jón Sigurðsson

Bílvelta varð á þjóðvegi eitt í Vatnsdalnum, rétt vestan við Árfar, á fimmta tímanum í kvöld. Tvennt var í bílnum, sem fór tæplega tvær veltur og gjörskemmdist. Ökumaður bílsins sat fastur inni í honum og þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að klippa og losa þak bílsins og skera á öryggisbelti. Að því loknu skreið bílstjórinn sjálfur út og virtist ekki vera illa meiddur.

Hann var þó fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi þar sem vissara þótti að senda hann í kjölfarið suður til Reykjavíkur á Landsspítalann til frekari rannsókna. Farþegi bílsins slapp ómeiddur. Að sögn lögreglu skýrði bílstjóri málavöxtu þannig að hann hafi misst stjórn á bílnum þegar hann mætti öðrum bíl á veginum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert