Góð stemning í Nauthólsvík

Kaldur sjórinn þótti hressandi á þessum fyrsta degi ársins 2010.
Kaldur sjórinn þótti hressandi á þessum fyrsta degi ársins 2010. mbl.is/Ómar

Mikil stemning er nú við ylströndina í Nauthólsvík en margir hafa byrjað árið 2010 á því að stinga sér í ískaldan sjóinn sér til hressingar og hefja árið af krafti. Árni Jónsson, deildarstjóri útivistarmiðstöðvar Nauthólsvíkur, segir að um kl. 12 hafi u.þ.b. 130 verið búnir að stinga sér til sunds.

„Núna er troðfullur pottur,“ sagði Árni þegar mbl.is hafði samband við hann.  „Það er alveg glymjandi stemning.“

Opið verður í þjónustuhúsi  á ströndinni milli kl. 11 - 13.

Fjöldi gesta í vetraropnun Ylstrandar hefur stöðugt fjölgað og er talið nokkuð öruggt að fjöldametið sem var sett 1. janúar 2009 verði slegið í dag.

Það var notalega stemning í heita pottinum í Nauthólsvík.
Það var notalega stemning í heita pottinum í Nauthólsvík. mbl.is/Ómar
Fjölmenni í pottinum.
Fjölmenni í pottinum. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert