Segir stjórnarþingmennina vera þrjá

Fjölmenni við Besstaði í dag.
Fjölmenni við Besstaði í dag. mbl.is/Ómar

Ólafur Elíasson, einn fulltrúa InDefence, vill koma þeirri leiðréttingu á framfæri að þrír stjórnarþingmenn, en ekki fjórir, hafi skráð nafn sitt á undirskriftalista InDefence. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar.

Talan fjórir kom hins vegar fram í samtali blaðamanns mbl.is við nokkra aðstandendur InDefence undirskriftasöfnunarinnar á Bessastöðum í dag.

„Varðandi þessa frétt þá vil ég koma því á framfæri að eftir því sem við best vitum eru þrír en ekki fjórir stjórnarþingmenn búnir að skrá sig á listann hjá okkur og hafa staðfest það við okkur í síma,“ skrifar Ólafur á bloggsíðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert