Góður afli í Breiðafirði

Góður afli fékkst hjá snæfellskum bátum í fyrstu róðrunum á nýju ári. Fram kemur á heimasíðu Snæfellsbæjar, að vel hafi einnig fiskast milli hátíðina þannig að árið lofi um aflabrögð í Breiðafirðinum þetta kvótaárið.

Þeir bátar sem fóru af stað á nýju ári mokfiskuðu strax í fyrsta róðri.  Línubáturinn Brynja SH-237  kom með 12,1 tonn þann 2. janúar og í gær kom Tryggvi Eðvars SH-2 með 11,5 tonn.  Aðrir bátar fiskuðu einnig  mjög vel á línuna og  gott var í netin segir á heimasíðu Snæfellsbæjar. Stóru bátarnir voru að tínast á sjóinn í gær og fyrradag.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert