Hinir þrjósku Íslendingar

Hattersley lávarður.
Hattersley lávarður.

Roy Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, gleymir aldrei meðan hann lifir hve Íslendingar voru erfiðir viðfangs í landhelgisdeilunni við Breta. Hattersley, sem nú er orðinn lávarður, hefur á undanförnum misserum skrifað greinar í bresk blöð þar sem hann deilir þessari reynslu með löndunum sínum og reynir að útskýra hvers vegna Íslendingar séu jafn þrjóskir og ósveigjanlegir og raun beri vitni. 

Hattersley lávarður skrifar grein í blaðið The Times í dag undir fyrirsögninni: Má ég kynna hina þrjósku Íslendinga -  Ef forfeður þínir væru ræningjar myndir þú ekki hafa miklar áhyggjur af því að halda 3,6 milljörðum punda sem annar á.

Lávarðurinn segir, að það eigi ekki að koma neinum á óvart að Íslendingar hóti nú að greiða ekki Icesave-skuld sína við Breta. „Íslendingar eru í eðli sínu ósanngjarnir. Það er hluti af persónutöfrum þeirra og leyndarmálið á bak við tilveru þeirra. Ef stofnendur þessarar einstöku þjóðar - Norðmenn sem voru á flótta undan harðstjórn með írska og skoska þræla sína og konur sem þeir rændu á flóttanum - hefðu lagt raunsætt mat á möguleika sína hefðu þeir ekki numið land á hraunkletti rétt sunnan norðurheimskautsbaugs," segir Hattersley.

Hann bætir við að þjóðin sem nú vilji ekki endurgreiða Bretum lán sé komin í beinan karllegg af norrænum víkingum, sem farið hafi með ránshendi víða um heim. Afkomendur þeirra muni því ekki miklar áhyggjur af því að stinga 3,6 milljörðum punda, sem aðrir eiga, í eigin vasa. 

Hattersley fór fyrir sendinefnd, sem breska stjórnin sendi hingað til lands haustið 1975 til að reyna að semja um lausn þorskastríðsins. „Auðvitað töpuðum við því stríði. Íslendingarnir ákváðu einhliða að lýsa yfir eignarhaldi á alþjóðlegu hafsvæði. En það var ekki þeirra vandi, þegar þjóðarhagsmunum þeirra var ógnað, að fást mikið við lagalegar flækjur.  Íslensk varðskip sigldu bara á milli bresku togaranna og neta þeirra og skáru á togvírana," segir Hattersley.

Hann hefur áður, í grein í Guardian veturinn 2008, lýst heimsókn sinni til Íslands árið 1975 og endurtekur þá lýsingu í greininni í Times. Í stuttu máli voru þær fari ekki sléttar ef marka má frásögn Hattersleys. 

Hann viðurkennir í greininni í dag, að hann hafi hrifist af þessari undarlegu þrjósku þjóð og ákveðið að heimsækja Ísland aftur 20 árum eftir að Reykjavíkurstríðið var háð. Þá hafi komið í ljós að Íslendingar voru jafn uppteknir og áður af þjóðareinkennum sínum.

Þannig hafi gestgjafarnir minnt sig á, að íslenskir hestar væru ekki eins og aðrir hestar. Þeir hefðu fimm gangtegundir en venjulegir hestar hafi fjórar.

Frásögn Hattersleys er með nokkrum goðsagnakenndum blæ. Hann segist hafa farið til Íslands á vegum dagblaðs til að kynna sér íslenska erfðafræðirannsóknarstöð. Þar hafi verið tekið af honum blóðsýni og síðan hafi erfðaefni hans verið rannsakað.

„Þú ert með krabbameinsgenið, blóðtappagenið og Alzheimergenið," hefur Hattersley eftir forstjóra stofnunarinnar.

„Ég bætti við: Og offitugenið? Hafði móðir mín ekki sagt mér að þannig væri ég skapaður.

En forstjórinn hikaði ekki. „Nei, þú ert feitur vegna þess að þú valdir að vera feitur."

Annar aðdáunarverður eiginleiki Íslendinga er, að þeir eru ekki vanir að skafa af því," segir Hattersley lávarður.

Grein Hattersleys í The Times

Frétt um grein Hattersleys í Guardian í október 2008

Roy Hattersley kemur til fundar í Ráðherrabústaðnum árið 1975.
Roy Hattersley kemur til fundar í Ráðherrabústaðnum árið 1975. mbl.is/Ólafur K. Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

00:05 3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna. Meira »

Selfyssingar lána skátum svefnpoka og búnað

00:00 Stór hópur þeirra 200 skáta sem ekki fengu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli í vikubyrjun, hefur ekki enn fengið farangur sinn.Íbúar á Selfossi brugðust skjótt við þegar sjálfboðaliðarnir komu þangað í gær og söfnuðu dýnum, svefnpokum og öðru nauðsynlegu til þess að aðstoða farangurslausa skáta. Meira »

12 ára slasast í mótorkross

Í gær, 21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Í gær, 21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

Í gær, 20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Í gær, 20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

Í gær, 19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

Í gær, 20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

John Snorri lagður af stað

Í gær, 18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

Í gær, 18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

Í gær, 18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

Í gær, 17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Í gær, 16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

Í gær, 15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

Í gær, 14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Í gær, 16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Í gær, 15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Í gær, 14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
Coleman fellihýsi með fortjaldi
Til sölu Coleman fellihýsi árg. 1996 með fortjaldi. Hýsið er í ágætu standi. Nýr...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...