Hinir þrjósku Íslendingar

Hattersley lávarður.
Hattersley lávarður.

Roy Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, gleymir aldrei meðan hann lifir hve Íslendingar voru erfiðir viðfangs í landhelgisdeilunni við Breta. Hattersley, sem nú er orðinn lávarður, hefur á undanförnum misserum skrifað greinar í bresk blöð þar sem hann deilir þessari reynslu með löndunum sínum og reynir að útskýra hvers vegna Íslendingar séu jafn þrjóskir og ósveigjanlegir og raun beri vitni. 

Hattersley lávarður skrifar grein í blaðið The Times í dag undir fyrirsögninni: Má ég kynna hina þrjósku Íslendinga -  Ef forfeður þínir væru ræningjar myndir þú ekki hafa miklar áhyggjur af því að halda 3,6 milljörðum punda sem annar á.

Lávarðurinn segir, að það eigi ekki að koma neinum á óvart að Íslendingar hóti nú að greiða ekki Icesave-skuld sína við Breta. „Íslendingar eru í eðli sínu ósanngjarnir. Það er hluti af persónutöfrum þeirra og leyndarmálið á bak við tilveru þeirra. Ef stofnendur þessarar einstöku þjóðar - Norðmenn sem voru á flótta undan harðstjórn með írska og skoska þræla sína og konur sem þeir rændu á flóttanum - hefðu lagt raunsætt mat á möguleika sína hefðu þeir ekki numið land á hraunkletti rétt sunnan norðurheimskautsbaugs," segir Hattersley.

Hann bætir við að þjóðin sem nú vilji ekki endurgreiða Bretum lán sé komin í beinan karllegg af norrænum víkingum, sem farið hafi með ránshendi víða um heim. Afkomendur þeirra muni því ekki miklar áhyggjur af því að stinga 3,6 milljörðum punda, sem aðrir eiga, í eigin vasa. 

Hattersley fór fyrir sendinefnd, sem breska stjórnin sendi hingað til lands haustið 1975 til að reyna að semja um lausn þorskastríðsins. „Auðvitað töpuðum við því stríði. Íslendingarnir ákváðu einhliða að lýsa yfir eignarhaldi á alþjóðlegu hafsvæði. En það var ekki þeirra vandi, þegar þjóðarhagsmunum þeirra var ógnað, að fást mikið við lagalegar flækjur.  Íslensk varðskip sigldu bara á milli bresku togaranna og neta þeirra og skáru á togvírana," segir Hattersley.

Hann hefur áður, í grein í Guardian veturinn 2008, lýst heimsókn sinni til Íslands árið 1975 og endurtekur þá lýsingu í greininni í Times. Í stuttu máli voru þær fari ekki sléttar ef marka má frásögn Hattersleys. 

Hann viðurkennir í greininni í dag, að hann hafi hrifist af þessari undarlegu þrjósku þjóð og ákveðið að heimsækja Ísland aftur 20 árum eftir að Reykjavíkurstríðið var háð. Þá hafi komið í ljós að Íslendingar voru jafn uppteknir og áður af þjóðareinkennum sínum.

Þannig hafi gestgjafarnir minnt sig á, að íslenskir hestar væru ekki eins og aðrir hestar. Þeir hefðu fimm gangtegundir en venjulegir hestar hafi fjórar.

Frásögn Hattersleys er með nokkrum goðsagnakenndum blæ. Hann segist hafa farið til Íslands á vegum dagblaðs til að kynna sér íslenska erfðafræðirannsóknarstöð. Þar hafi verið tekið af honum blóðsýni og síðan hafi erfðaefni hans verið rannsakað.

„Þú ert með krabbameinsgenið, blóðtappagenið og Alzheimergenið," hefur Hattersley eftir forstjóra stofnunarinnar.

„Ég bætti við: Og offitugenið? Hafði móðir mín ekki sagt mér að þannig væri ég skapaður.

En forstjórinn hikaði ekki. „Nei, þú ert feitur vegna þess að þú valdir að vera feitur."

Annar aðdáunarverður eiginleiki Íslendinga er, að þeir eru ekki vanir að skafa af því," segir Hattersley lávarður.

Grein Hattersleys í The Times

Frétt um grein Hattersleys í Guardian í október 2008

Roy Hattersley kemur til fundar í Ráðherrabústaðnum árið 1975.
Roy Hattersley kemur til fundar í Ráðherrabústaðnum árið 1975. mbl.is/Ólafur K. Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...