Hinir þrjósku Íslendingar

Hattersley lávarður.
Hattersley lávarður.

Roy Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, gleymir aldrei meðan hann lifir hve Íslendingar voru erfiðir viðfangs í landhelgisdeilunni við Breta. Hattersley, sem nú er orðinn lávarður, hefur á undanförnum misserum skrifað greinar í bresk blöð þar sem hann deilir þessari reynslu með löndunum sínum og reynir að útskýra hvers vegna Íslendingar séu jafn þrjóskir og ósveigjanlegir og raun beri vitni. 

Hattersley lávarður skrifar grein í blaðið The Times í dag undir fyrirsögninni: Má ég kynna hina þrjósku Íslendinga -  Ef forfeður þínir væru ræningjar myndir þú ekki hafa miklar áhyggjur af því að halda 3,6 milljörðum punda sem annar á.

Lávarðurinn segir, að það eigi ekki að koma neinum á óvart að Íslendingar hóti nú að greiða ekki Icesave-skuld sína við Breta. „Íslendingar eru í eðli sínu ósanngjarnir. Það er hluti af persónutöfrum þeirra og leyndarmálið á bak við tilveru þeirra. Ef stofnendur þessarar einstöku þjóðar - Norðmenn sem voru á flótta undan harðstjórn með írska og skoska þræla sína og konur sem þeir rændu á flóttanum - hefðu lagt raunsætt mat á möguleika sína hefðu þeir ekki numið land á hraunkletti rétt sunnan norðurheimskautsbaugs," segir Hattersley.

Hann bætir við að þjóðin sem nú vilji ekki endurgreiða Bretum lán sé komin í beinan karllegg af norrænum víkingum, sem farið hafi með ránshendi víða um heim. Afkomendur þeirra muni því ekki miklar áhyggjur af því að stinga 3,6 milljörðum punda, sem aðrir eiga, í eigin vasa. 

Hattersley fór fyrir sendinefnd, sem breska stjórnin sendi hingað til lands haustið 1975 til að reyna að semja um lausn þorskastríðsins. „Auðvitað töpuðum við því stríði. Íslendingarnir ákváðu einhliða að lýsa yfir eignarhaldi á alþjóðlegu hafsvæði. En það var ekki þeirra vandi, þegar þjóðarhagsmunum þeirra var ógnað, að fást mikið við lagalegar flækjur.  Íslensk varðskip sigldu bara á milli bresku togaranna og neta þeirra og skáru á togvírana," segir Hattersley.

Hann hefur áður, í grein í Guardian veturinn 2008, lýst heimsókn sinni til Íslands árið 1975 og endurtekur þá lýsingu í greininni í Times. Í stuttu máli voru þær fari ekki sléttar ef marka má frásögn Hattersleys. 

Hann viðurkennir í greininni í dag, að hann hafi hrifist af þessari undarlegu þrjósku þjóð og ákveðið að heimsækja Ísland aftur 20 árum eftir að Reykjavíkurstríðið var háð. Þá hafi komið í ljós að Íslendingar voru jafn uppteknir og áður af þjóðareinkennum sínum.

Þannig hafi gestgjafarnir minnt sig á, að íslenskir hestar væru ekki eins og aðrir hestar. Þeir hefðu fimm gangtegundir en venjulegir hestar hafi fjórar.

Frásögn Hattersleys er með nokkrum goðsagnakenndum blæ. Hann segist hafa farið til Íslands á vegum dagblaðs til að kynna sér íslenska erfðafræðirannsóknarstöð. Þar hafi verið tekið af honum blóðsýni og síðan hafi erfðaefni hans verið rannsakað.

„Þú ert með krabbameinsgenið, blóðtappagenið og Alzheimergenið," hefur Hattersley eftir forstjóra stofnunarinnar.

„Ég bætti við: Og offitugenið? Hafði móðir mín ekki sagt mér að þannig væri ég skapaður.

En forstjórinn hikaði ekki. „Nei, þú ert feitur vegna þess að þú valdir að vera feitur."

Annar aðdáunarverður eiginleiki Íslendinga er, að þeir eru ekki vanir að skafa af því," segir Hattersley lávarður.

Grein Hattersleys í The Times

Frétt um grein Hattersleys í Guardian í október 2008

Roy Hattersley kemur til fundar í Ráðherrabústaðnum árið 1975.
Roy Hattersley kemur til fundar í Ráðherrabústaðnum árið 1975. mbl.is/Ólafur K. Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

Í gær, 20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

Í gær, 20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

Í gær, 20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

Í gær, 20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

Í gær, 19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Í gær, 18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

Í gær, 18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

Í gær, 19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

Í gær, 18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

Í gær, 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Stálfelgur
Til sölu 3 gangar af stálfelgum. Subaru 15" svartar á 8.000. 16" Rav4 silfurlita...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...