Ólafur Ragnar gagnrýnir Fitch

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýnir alþjóðlega greiningarfyrirtækið Fitch Ratings harðlega í viðtali við fréttastofu Bloomberg fyrir að lækka lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í ruslflokk á þriðjudag.

„Þetta greiningarfyrirtæki, Fitch, þarf að svara fyrir ýmislegt því greining þess hefur á síðustu tveimur til þremur árum reynst vera alröng," sagði Ólafur Ragnar við sjónvarp Bloomberg. „Þetta er sama fyrirtækið og gaf íslensku bönkunum hæstu einkunn árið 2007 og 2008 og við hér á Íslandi vorum ef til vill þeir kjánar, að að telja að þetta væri virðingarverð stofnun, en hún reyndist síðan hafa alrangt fyrir sér."

Fitch lækkaði lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins sama dag og Ólafur Ragnar tilkynnti að hann hefði ákveðið að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Sagði Fitch að ákvörðunin hefði verið tekin vegna þess að ákvörðun Ólafs Ragnars skapaði pólitíska, efnahagslega og fjárhagslega óvissu á Íslandi. 

Viðtal Bloomberg við Ólaf Ragnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert