Borgin fær styrk til að ráðast gegn kynferðisofbeldi

Reykjavíkurborg hlaut nýverið tæplega 2,5 milljóna króna styrk úr Progress, jafnréttis- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins, sem eyrnamerktur er því að vinna gegn kynbundnu ofbeldi á og við skemmtistaði.

Að sögn Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, er ætlunin að útfæra, í samvinnu við veitingahúseigendur, lögregluna og Lýðheilsustöð, þær hugmyndir sem kynntar voru til úrbóta í skýrslu starfshóps á vegum mannréttindaráðs árið 2008.

Á árunum 2002-2008 voru skráðir a.m.k. 54 þolendur kynferðisofbeldis á eða við skemmtistaði.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert