Þrándur Thoroddsen látinn

Þrándur Thoroddsen.
Þrándur Thoroddsen.

Þrándur Thoroddsen, kvikmyndastjóri og þýðandi, lést á líknardeild Landakotsspítala 13. janúar sl., 78 ára að aldri.

Þrándur fæddist í Reykjavík 17. júní 1931. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1950. Hann hóf nám í kvikmyndastjórn við Kvikmyndaháskólann í Lódz í Póllandi 1960 og lauk þaðan prófi 1966. Á árunum 1963-1966 vann hann meðfram námi sem kvikmyndagerðarmaður hjá Kvikmyndastofnun pólska ríkisins.

Eftir að Þrándur lauk námi hóf hann störf hjá Sjónvarpinu og var forstöðumaður kvikmyndadeildar þess frá 1966-1971. Frá 1972 vann hann sjálfstætt við kvikmyndagerð og stjórn auk þess sem hann vann við þýðingar og ritstörf. Þrándur gerði fjölda þátta, heimildamynda og leikinna mynda fyrir Sjónvarpið svo og auglýsinga- og kynningar8 myndir.

Þrándur þýddi fjölda sjónvarpsþátta en þekktastur var hann fyrir þýðingar sínar á þáttunum um Prúðuleikarana. Hann þýddi einnig bækur, ljóð og leikrit. Hann hefur hlotið ýmsar vikurkenningar fyrir störf sín. Þrándur var öflugur skákmaður og tók þátt í fjölda skákmóta á árum áður.

Eftirlifandi kona Þrándar er Sigrún Inga Jónsdóttir kortateiknari.

Börn þeirra eru: Rannveig, líffræðingur, Solveig, kennari og myndlistarnemi, Jón, forritari, og Guðmundur, myndlistarmaður. Dóttir Þrándar með Helenu Sibilska er Anna Sóley.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert