Uppnám í bæjarstjórn Eyja

Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist frá Landeyjahöfn í …
Gert er ráð fyrir að siglingar hefjist frá Landeyjahöfn í sumar.

Fundi í Bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem átti að fara fram síðdegis í dag, var frestað til morguns.  Ástæða frestunarinnar er ósk bæjarstjóra um að bréf Kristjáns L. Möller, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra yrði tekið fyrir á fundinum, að því er kemur fram á vefnum eyjafréttir.is

Bréfið birtist á vef Eyjafrétta í dag og hefur vakið talsverða athygli.  Bæjarfulltrúum var gefinn frestur til að kynna sér málið, en fundur bæjarstjórnar mun fara fram á morgun klukkan 10.

Bæjarstjórnin hefur gagnrýnt samgönguyfirvöld fyrir að veita ekki svör um breytingar á áætlun Herjólfs og ferðafjölda og fargjöld eftir að ferjan fer að sigla milli Eyja og Landeyjahafnar en það á að gerast 1. júlí. Kristján L. Möller svarar bæjarstjórnni fullum hálsi í bréfi sínu og spyr m.a. hvort Elliði Vignisson sé kominn í kosningabaráttu fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor.

Eyjafréttir.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert