Ætluðu að hefja leit að Dorrit

Ólafur Ragnar og Dorrit með Pratibha Patil, forseta Indlands, í …
Ólafur Ragnar og Dorrit með Pratibha Patil, forseta Indlands, í vikunni.

Lögreglan í Mumbai á Indlandi var í þann mund að hefja leit að Dorrit Moussaieff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á mánudag þegar hún „hvarf“ af hótelinu þar sem þau hjón dvöldu.

„Við vorum í þann mund að hefja leit að eiginkonu forsetans þegar hún kom gangandi inn í hótelið með innkaupapoka,“ hefur indversk fréttastofa eftir háttsettum lögreglumanni í borginni.

Hann segir, að Dorrit hafi skroppið í búðir og farið í heilsurækt. 

Dorrit og Ólafur Ragnar dvöldu í Mumbai á leið sinni í opinbera heimsókn til Indlands. Dorrit kom til borgarinnar fyrr um daginn en Ólafur Ragnar kom þangað síðdegis. 

Lögreglan segir, að 25 manna lögreglulið hafi átt að gæta Dorrit á meðan hún dvaldi á Trident hótelinu í Mumbai. Fleiri voru kallaðir út eftir að Dorrit hvarf. Hún vildi hins vegar ekki svona mikla gæslu og því fóru aðeins örfáir með henni í verslunarferðina. Það láðist hins vegar að láta aðra vita af ferðum forsetafrúarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert