Íslensk þrjóska vegna nýlendustefnu Dana?

Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu um að hann synjaði Icesave-lögunum …
Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu um að hann synjaði Icesave-lögunum staðfestingar.

Danskur háskólakennari lýsti þeirri skoðun í danska ríkisútvarpinu, að leita megi skýringa á því hvers vegna Íslendingar þrjóskist við að borga Icesave-skuldirnar til þess að Ísland var dönsk nýlenda öldum saman.

Á heimasíðu DR segir, að fyrir nokkrum misserum hafi verið mikið af fréttum um íslensku útrásina og uppganginn í íslenska hagkerfinu. Það breyttist með snöggum hætti og síðan hafi verið fjallað mikið um efnahagskreppuna á Íslandi.

Í síðustu viku hafi forseti Íslands neitað að staðfesta lög um samninga sem Ísland gerði við Breta og Hollendinga um Icesave og sem Alþingi samþykkti með semingi. Þessi samningur átti að tryggja að innistæðueigendur Icesave-reikninga fengju fé sitt endurgreitt eins og þeim bar en Íslendingar hefðu raunar borið á móti því að þeim bæri skylda til að greiða.

DR hefur síðan eftir Lars Hovbakke Sørensen,doktor í sagnfræði og lektur við Árósaháskóla, að ástæðan fyrir því að Íslendingar vilji ekki beygja sig undir alþjóðlegar efnahagslegar leikreglur sé ekki aðeins ótti við að landið verði gjaldþrota heldur einnig hin sterka þjóðernishyggja, sem einkenni oft nýjar þjóðir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert