Íslensk stjórnvöld gefa 7 milljónir til Haítí

Ljósmynd/Landsbjörg

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) á Haítí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Þar kemur fram að þörf sé á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú búi við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haíti fyrr í vikunni.

Matvælastofnunin er leiðandi í neyðar- og mannúðaraðstoð á Haíti. Hefur stofnunin nú sent aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna óskir um framlög til verkefnisins. Fyrstu áætlanir WFP gera ráð fyrir, að kostnaður þessa neyðarstarfs verði 246 milljónir Bandaríkjadala og því sé mikil þörf á fjárframlögum sem fyrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert