Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu

Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson mbl.is/Eyþór

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, segir strandveiðar vera sóun á verðmætum, bæði litið til gæða og verðmæta, og þeim beri að hætta. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Friðrik sagði að verið væri að taka aflann frá þeim sem stundi atvinnuveiðar allt árið. Þetta þýði að allir séu með of lítið til að veiða. Hefur LÍU mótmælt því að strandveiðar verði stundaðar áfram, líkt og sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, hefur boðað.

„Þetta er bara dæmi um óvitaskap sem ríður húsum í sjávarútvegsráðuneytinu þessa dagana, " sagði Friðrk í fréttum RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert