„Þjófnaður á kostnað almennings"

Borgarstjórn Reykjavíkur.
Borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Brynjar Gauti

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, sagði á borgarstjórnarfundi í dag að verja ætti fjárframlögum, sem renna eiga til framboðslista á árinu, til að styrkja hjálparstarf á Haítí. Sagði Ólafur að þessi framlög til framboðslistanna væri þjófnaður upp á tugi milljóna, sem borgarfulltrúar stunduðu á kostnað almennings.

Ólafur mun á fundinum mæla fyrir vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra. Á dagskrá fundarins er einnig umræða að ósk Ólafs um ferða- og launakostnað vegna framboða í borgarstjórn en Ólafur tók til máls utan dagskrár upphafi fundarins og bað um að þessari umræðu yrði frestað til næsta fundar. Sagði hann að stöðugt væri að berast nýjar upplýsingar um þessi mál og milljónirnar væru miklu fleiri, sem borgarfulltrúar hefðu fengið í rassvasann með því að blekkja borgarbúa.

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, bar einnig upp tillögu í upphafi fundarins um að Reykjavíkurborg leggi fram framlag til hjálparstarfsins á Haítí. Verður umræða um þá tillögu síðar á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert