Dauðinn bíður í ómannúðlegu fangelsi í Brasilíu

Hosmany Ramos
Hosmany Ramos

Gæsluvarðhald yfir Brasilíumanninum Hosmany Ramos var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær framlengt um hálfan mánuð, eða til 2. febrúar nk. Ramos er sannfærður um að sín bíði aðeins dauðinn, verði hann framseldur til Brasilíu.

Hann verði þó ekki drepinn á meðan fjölmiðlar fylgist með máli hans en um leið og áhugi þeirra á málinu fjarar út, eins og ávallt gerist, sé voðinn vís. Í brasilískum fangelsum séu ýmsar aðferðir notaðar til morða, menn séu ekki endilega skotnir eða stungnir heldur sé algengara að þeim sé byrlað eitur. Þetta er meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu Ramos í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann reynir nú að fá úrskurði dómsmálaráðuneytisins um að hann skuli framseldur til Brasilíu hnekkt, einkum á þeim grundvelli að vistin sem bíður hans sé ómannúðleg.

Ramos var síðast í fréttum fyrir um tveimur vikum þegar hann reyndi að flýja úr vörslu fangavarða og ógnaði m.a. öðrum þeirra með heimatilbúnu eggvopni. Hilmar Ingimundarson, réttargæslumaður Ramos, sagði fyrir dómi í gær að framsal hans væri a.m.k. útilokað á meðan mál þetta væri í rannsókn og það kom honum greinilega á óvart þegar fulltrúi ríkissaksóknara sagði að engar upplýsingar væru í tölvukerfi lögreglunnar um að málið væri yfirleitt í rannsókn. Hilmari þótti þetta furðu sæta, enda tæki ákæruvaldið yfirleitt hart á brotum gegn valdstjórninni. Ræddi hann málið nokkuð og varð það m.a. til þess að Arngrímur Ísberg dómari spurði hvort Hilmar ætlaði e.t.v. sjálfur að koma fram kæru á hendur Ramos og hvernig hann hygðist þá taka til varna.

Sitji inni til 2021

Ramos var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í ágúst þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan kom í ljós að hann var eftirlýstur af brasilískum yfirvöldum þar sem hann hafði stungið af úr landi meðan hann var í leyfi úr fangelsi í Sao Paulo. Þar afplánaði hann 24 ára fangelsisdóm fyrir mannrán og átti samkvæmt dómnum að sitja inni allt til ársins 2021. Ramos er fæddur árið 1945.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert