Tólfhundruð heimili í Reykjanesbæ símasambandslaus

Eldingar voru yfir Suðurnesjum í gær.
Eldingar voru yfir Suðurnesjum í gær. mbl.is/Hilmar Bragi

Rúmlega 1.200 heimili í Reykjanesbæ eru símasambandslaus vegna eldingar sem laust niður í fjarskiptavirki í bænum. Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að strax í morgun hafi verið hafist handa við að flytja notendur milli stöðva og vinna að viðgerðum á símstöðinni.

Að svo stöddu er ekki hægt að segja til um hvenær símasamband verður komið á aftur, segir Margrét. Hún segir símstöð í Stakkhömrum í pósthúsinu vera í lagi.

Vandamálið snýr einungis að landlínunni, svo GSM-símasamband á að vera í lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert