RÚV harmar ályktun VG

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti.

Stjórn Ríkisútvarpsins samþykkti ályktun á fundi í gær þar sem hörmuð er ályktun flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs  um síðustu helgi. Þá segist stjórnin hafna þeim aðdróttunum sem þar sé beint að starfsfólki og starfsemi RÚV.

Stjórnin segist telja ályktun VG meiðandi fyrir starfsfólk Ríkisútvarpsins og lýsa fádæma vanþekkingu flutningsmanna og þeirra sem hana samþykktu.

„Stjórn Ríkisútvarpsins telur að starfsfólki Ríkisútvarpsins hafi tekist afar vel – við erfiðar aðstæður með takmarkað og þverrandi fjármagn – að uppfylla þau skilyrði sem starfseminni eru sett í þjónustusamningi við menntamálaráðherra.

Stjórn Ríkisútvarpsins stendur nú í annað skipti á einu ári frammi fyrir mjög alvarlegum niðurskurði sem ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið. Ekkert tillit var tekið til þess árangurs sem náðst hafði í upphafi síðasta árs í hagræðingu á starfsemi Ríkisútvarpsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórnar og stjórnenda til þess að draga úr kröfum ríkisstjórnarinnar um niðurskurð sem mun hafa í för með sér uppsagnir starfsmanna og samdrátt í dagskrárframboði," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert