Fundað um flóttamenn frá Haítí

Eyðileggingin á Haítí er mikil og margir heimilislausir.
Eyðileggingin á Haítí er mikil og margir heimilislausir. REUTERS

Á fundi flóttamannanefndar í dag var fjallað um hvort skilyrði séu fyrir hendi til að beita í fyrsta skipti ákvæði í útlendingalögum um hópflótta, svo hægt verði að hleypa flóttamönnum frá Haítí til landsins

„Þetta erindi kom frá ríkisstjórninni í gær og við hófum tafarlaust að vinna í málinu,“ segir Mörður Árnason, formaður nefndarinnar. „Við reynum eðli málsins samkvæmt að vinna þetta hratt og vel.“

Hann segir stefnt á að nefndin komi aftur saman á föstudag, og vonast til að málið skýrist þá betur.

Talsverður fjöldi haft samband við ráðuneytið

Í kjölfar erindis sem Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, lagði fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var Flóttamannanefnd beðin um að veita umsögn um hvort hægt sé að beita áðurnefndu ákvæði. Í ákvæðinu segir að þegar um er að ræða fjöldaflótta geti dómsmálaráðherra veitt útlendingi landvistarleyfi á grundvelli hópmats.

Eftir jarðskjálftana á Haítí fyrr í mánuðinum hefur töluverður fjöldi Íslendinga haft samband við dómsmálaráðuneytið með fyrirspurnir um mögulegt landvistarleyfi fyrir einstaklinga þeim tengdum.

Hafa samráð við Sameinuðu þjóðirnar

Í greinargerð með frumvarpi til laga um útlendinga frá árinu 2002 segir að ákvörðun um það „hvenær slíkt ástand hefur skapast að ástæða sé til að tala um fjöldaflótta mundi að jafnaði vera tekin að undangengnu nánara samráði, innan lands sem utan, þar á meðal við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.“

Þegar hefur verið sent óformlegt erindi til Flóttamannastofnunarinnar vegna þessa, og segir Mörður að formlegt erindi verði sent stofnuninni í dag. Hann ítrekar þó að Sameinuðu þjóðirnar taki ekki ákvörðun í málinu, heldur sé það í höndum íslenskra stjórnvalda.

Umræddu ákvæði hefur aldrei verið beitt, bendir Mörður á, sem geri málið snúnara en ella. 

Mörður Árnason, formaður Flóttamannanefndar, vonast til að mál flóttamanna frá …
Mörður Árnason, formaður Flóttamannanefndar, vonast til að mál flóttamanna frá Haítí skýrist betur á föstudag. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert