Voru ekki boðaðir á fundinn

Slökkviliðsmenn gera vatnsboga fyrir framan Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Slökkviliðsmenn gera vatnsboga fyrir framan Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ljósmynd/Víkurfréttir

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í suðurkjördæmi segjast ekki hafa verið boðaðir á fund með heilbrigðisráðherra, þingmönnum kjördæmisins og ráðuneytismönnum um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Lýsa þeir furðu sinni á því.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi sendu í kvöld frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:

„Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Suðurkjördæmi lýsa furðu sinni á því að lesa í fréttum að boðað hafi verið til fundar með þingmönnum suðurkjördæmis, heilbrigðisráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, án þess að fá fundarboð.

Það hlýtur að vera árangursríkara að allir þingmenn kjördæmisins  komi að málinu en ekki eingöngu stjórnarþingmenn. Staða HSS sem og annarra kragasjúkrahúsa er viðkvæm og þeim mun mikilvægara að allir þingmenn kjördæmisins, jafnt stjórnarmeirihluta sem minnihluta komi að því að tryggja þjónustu íbúa svæðisins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert