Þið stappið í okkur stálinu

Björgvin Páll Gústavsson í hópi aðdáenda sinna í Laugardalshöll.
Björgvin Páll Gústavsson í hópi aðdáenda sinna í Laugardalshöll. mbl.is/Golli

„Þið stappið í okkur stálinu og okkur veitir ekki af því," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, þegar hún ávarpaði íslenska handboltalandsliðið í Laugardalshöll nú undir kvöld. Afhenti hún Handknattleikssambandi Íslands 10 milljóna króna viðurkenningu frá ríkisstjórninni.

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari, þakkaði mótttökurnar og sagði að liðið hefði stundum lent í mótbyr en alltaf komið sterkt til baka. Þótt blásið hafi á móti þjóðinni upp á síðkastið hefði hann trú á að hún komi sterk til baka. „Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar," sagði hann. 

Lögreglan áætlar að um 1000 manns séu samankomnir í Laugardalshöll til að taka á móti landsliðinu. 

Talið er að um 1000 manns hafi verið í Laugardalshöll.
Talið er að um 1000 manns hafi verið í Laugardalshöll. mbl.is/Golli
Íslenska landsliðið á sviðinu í Laugardalshöll.
Íslenska landsliðið á sviðinu í Laugardalshöll. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert