Icesave stöðvi ekki áætlun AGS

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, ræddi um Icesave-málið á fundi með formönnum flokka jafnaðarmanna á Norðurlöndunum sem haldinn var í janúar.

Fundurinn var haldinn fljótlega eftir að forseti Íslands vísaði Icesave-málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Dagur sagðist hafa rætt Icesave-málið og þá afstöðu ríkisstjórnarinnar og allra stjórnmálaflokka á Íslandi að Ísland myndi standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. „Ég lagði áherslu á að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna færi ekki í frost. Öll vinna stjórnvalda frá ákvörðun forsetans hefur snúist um að koma í veg fyrir það. Þessi fundur var liður í því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert