Dæmdur fyrir kynferðisbrot á meðferðarheimili

Héraðsdómur Norðurlands eystra.
Héraðsdómur Norðurlands eystra. mbl.is/Skapti

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt fyrrum starfsmann á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal   í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum á heimilinu.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 1,25 milljónir króna í bætur og hinni 500 þúsund krónur. 

Maðurinn var ákærður árið 2008 fyrir að hafa misnotað kynferðislega tvær 16 ára stúlkur sem vistaðar voru á heimilinu. Hann var í kjölfarið fluttur til starfa á öðru meðferðarheimili en hóf svo aftur störf í Árbót. Þriðja stúlkan bar manninn sömu sökum. Þeim ásökunum var vísað frá. 

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að önnur stúlkan, sem maðurinn braut gegn, hafi meira og minna verið undir handarjaðri barna­verndar­yfirvalda alla ævi en hún var vistuð á meðferðarheimilinu, á árunum 2005 til 2005 og síðan aftur á árunum 2007 til 2008. 

Hin stúlkan var vistuð á meðferðarheimilinu á árunum 2007 til 2008 að  undangenginni innlögn á Barna- og unglingageðdeild Landspítala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert