Hagar í Kauphöllina

Stjórn Arion banka hefur ákveðið að óska eftir skráningu verslunarfyrirtækisins Haga, móðurfélag Bónuss, Hagkaupa og fleiri verslana, í Kauphöllina í samvinnu við Haga og selja hlut bankans í félaginu. Almenningi og fagfjárfestum mun standa til boða að kaupa hluti í félaginu.

Jóhannes fær að kaupa 10%

Núverandi stjórnendum Haga býðst að kaupa 15% hlut og þar af Jóhannesi Jónssyni, starfandi stjórnarformanni Haga, allt að 10% hlut á sama gengi og öðrum fjárfestum.

Segir í tilkynningu frá stjórn Arion banka að þessi leið þjóni hagsmunum bankans, viðskiptavina og starfsfólks Haga.

„Með skráningu félagsins fer það í gagnsætt og opið söluferli þar sem dreift eignarhald verður tryggt og félagið mun lúta lögboðnum kröfum um upplýsingagjöf.

Ítarleg útboðs- og skráningarlýsing, sem Kauphöllin þarf að samþykkja, ásamt áreiðanleikakönnun óháðs aðila eiga að tryggja jafnræði meðal fjárfesta. Erlendir aðilar verða fengnir til ráðgjafar um útboðsferlið," segir í fréttatilkynningu.

Segja Haga vel rekið félag

Arion banki eignaðist hlut í Högum við yfirtöku á eignarhaldsfélaginu 1998 sem átti um 95,7% í félaginu. Markmið bankans við skuldaúrlausn félagsins var og er að hámarka endurheimtur í lánasafni og tryggja rekstur Haga til framtíðar, samkvæmt tilkynningu.

Því taldi bankinn mikilvægt að vanda undirbúning málsins og taka sér nauðsynlegan tíma til að gaumgæfa alla kosti í stöðunni. Hagar er vel rekið félag sem starfrækir margar þekktar verslanir. Félagið hefur á að skipa færu starfsfólki með mikla reynslu.

Ákvörðun Arion banka er tekin í sátt og samvinnu við núverandi stjórnendur félagsins og eru þeir hlynntir skráningu þess í Kauphöllina," segir í tilkynningu.

Jóhannes áfram stjórnarformaður

Ný fimm manna stjórn verður skipuð í Högum, sem samanstendur af Guðbrandi Sigurðssyni, Ernu Gísladóttur, Steini Loga Björnssyni, Svönu Helen Björnsdóttur og Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónuss, sem verður áfram starfandi stjórnarformaður Haga.

Undirbúningur Arion banka að kauphallarskráningu og sölu Haga hefst nú þegar. Gangi allt samkvæmt áætlun má gera ráð fyrir að ferlinu ljúki fljótlega upp úr miðju ári.

Kauphallarskráning og útboð verða kynnt ítarlega þegar samþykki Kauphallarinnar liggur fyrir. Stjórn bankans telur að skráning Haga hleypi nýju lífi í hlutabréfamarkaðinn hér á landi.

„Ég er ánægður með þessa lausn,” er haft eftir Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra, í tilkynningu Arion banka.

„Hagar er öflugt félag sem gegnir mikilvægu hlutverki í smásöluverslun um allt land. Bankinn hefur vandað til verka við úrlausn þessa máls og unnið í samræmi við verklagsreglur sínar. Þótt á móti hafi blásið á köflum í opinberri umræðu um þetta mál, tel ég að þessi lausn sanni gildi verklagsreglnanna og vinnubragða bankans.“

Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...