Hagar í Kauphöllina

Stjórn Arion banka hefur ákveðið að óska eftir skráningu verslunarfyrirtækisins Haga, móðurfélag Bónuss, Hagkaupa og fleiri verslana, í Kauphöllina í samvinnu við Haga og selja hlut bankans í félaginu. Almenningi og fagfjárfestum mun standa til boða að kaupa hluti í félaginu.

Jóhannes fær að kaupa 10%

Núverandi stjórnendum Haga býðst að kaupa 15% hlut og þar af Jóhannesi Jónssyni, starfandi stjórnarformanni Haga, allt að 10% hlut á sama gengi og öðrum fjárfestum.

Segir í tilkynningu frá stjórn Arion banka að þessi leið þjóni hagsmunum bankans, viðskiptavina og starfsfólks Haga.

„Með skráningu félagsins fer það í gagnsætt og opið söluferli þar sem dreift eignarhald verður tryggt og félagið mun lúta lögboðnum kröfum um upplýsingagjöf.

Ítarleg útboðs- og skráningarlýsing, sem Kauphöllin þarf að samþykkja, ásamt áreiðanleikakönnun óháðs aðila eiga að tryggja jafnræði meðal fjárfesta. Erlendir aðilar verða fengnir til ráðgjafar um útboðsferlið," segir í fréttatilkynningu.

Segja Haga vel rekið félag

Arion banki eignaðist hlut í Högum við yfirtöku á eignarhaldsfélaginu 1998 sem átti um 95,7% í félaginu. Markmið bankans við skuldaúrlausn félagsins var og er að hámarka endurheimtur í lánasafni og tryggja rekstur Haga til framtíðar, samkvæmt tilkynningu.

Því taldi bankinn mikilvægt að vanda undirbúning málsins og taka sér nauðsynlegan tíma til að gaumgæfa alla kosti í stöðunni. Hagar er vel rekið félag sem starfrækir margar þekktar verslanir. Félagið hefur á að skipa færu starfsfólki með mikla reynslu.

Ákvörðun Arion banka er tekin í sátt og samvinnu við núverandi stjórnendur félagsins og eru þeir hlynntir skráningu þess í Kauphöllina," segir í tilkynningu.

Jóhannes áfram stjórnarformaður

Ný fimm manna stjórn verður skipuð í Högum, sem samanstendur af Guðbrandi Sigurðssyni, Ernu Gísladóttur, Steini Loga Björnssyni, Svönu Helen Björnsdóttur og Jóhannesi Jónssyni, stofnanda Bónuss, sem verður áfram starfandi stjórnarformaður Haga.

Undirbúningur Arion banka að kauphallarskráningu og sölu Haga hefst nú þegar. Gangi allt samkvæmt áætlun má gera ráð fyrir að ferlinu ljúki fljótlega upp úr miðju ári.

Kauphallarskráning og útboð verða kynnt ítarlega þegar samþykki Kauphallarinnar liggur fyrir. Stjórn bankans telur að skráning Haga hleypi nýju lífi í hlutabréfamarkaðinn hér á landi.

„Ég er ánægður með þessa lausn,” er haft eftir Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra, í tilkynningu Arion banka.

„Hagar er öflugt félag sem gegnir mikilvægu hlutverki í smásöluverslun um allt land. Bankinn hefur vandað til verka við úrlausn þessa máls og unnið í samræmi við verklagsreglur sínar. Þótt á móti hafi blásið á köflum í opinberri umræðu um þetta mál, tel ég að þessi lausn sanni gildi verklagsreglnanna og vinnubragða bankans.“

Jóhannes Jónsson
Jóhannes Jónsson Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út auka mannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í Munchen eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka fyrra flug. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduð til klukkan þrjú í nótt, þegar uppúr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...