Einsleitnin átti þátt í ósköpunum

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Golli/Kjartan Þorbergsson

Ójöfn kynjaskipting í stjórnum og meðal stjórnenda fyrirtæja var eitt af því sem fór úrskeiðis í atvinnulífinu fyrir hrun, segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Einsleitnin átti sinn þátt í þeim ósköpum sem hefur yfir okkur dunið.“

Gylfi setti fund sem m.a. Samtök atvinnulífs skipulögðu á Hótel Nordica í morgun. Í ræðu sinni sagði Gylfi augljós gæði fólgin í fjölbreytni. Meðal þess sem lagt sé áherslu á í nútíma fjárfestingafræðum - og raunar eitt af fáu sem enn sé tiltölulega óumdeilt í þeim fræðum eftir þá álitshnekki sem þau hafa beðið - er mikilvægi þess að dreifa áhættunni.

Hlutfall kvenna meðal háskólanema hefur í þónokkur ár verið hærra en hlutfall karla, benti Gylfi á, sem vonandi verði til þess að laga kynjahallan í stjórnunarstöðum fyrirtækja.

Hins vegar sé ekki sjálfgefið að aukinn fjöldi kvenna í háskólum skili sér út í atvinnulífið. Meðal annars af þeim sökum lagði Gylfi til í nýframlögðu frumvarpi að aukin krafa verði gerð til skráðra fyrirtækja um að veita markaðsaðilum upplýsingar um kynjahlutfallið í stjórnum og meðal stjórnenda fyrirtækjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert