Skúli metinn hæfastur

Skúli Magnússon.
Skúli Magnússon. mbl.is/Eggert

Skúli Magnússon hefur verið metinn hæfastur til að hljóta skipun í embætti dómara við Hæstarétt Íslands.

Fjórar umsóknir bárust um embættið. Aðrir sem sóttu um embættið voru Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Eyvindur G. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Dómsmálaráðuneytið auglýsti stöðuna 1. mars síðastliðinn og skilaði dómnefnd um hæfi umsækjenda umsögn sinni til dómsmálaráðherra.

Dómnefndina skipuðu: Sigurður Tómas Magnússon, formaður, Andri Árnason, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert