Umboðsmaður Alþingis á meðal umsækjenda

Fjórir sóttu um laust starf dómara við Hæstarétt Íslands. Skipað verður í embættið frá og með 1. ágúst næstkomandi.

Umsóknarfrestur rann út 18. mars og eru umsækjendur eftirtaldir, að því er segir í tilkynningu:

Aðalsteinn E. Jónasson dómari við Landsrétt,

Eyvindur G. Gunnarsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands,

Ingibjörg Þorsteinsdóttir dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur,

Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert