Misheppnaður þjófnaður úr apóteki

Lögreglan á vettvangi annars þjófnaðar úr apóteki er tengist ekki …
Lögreglan á vettvangi annars þjófnaðar úr apóteki er tengist ekki þessu máli. mbl.is

Kona í annarlegu ástandi reyndi að stela peningum úr afgreiðslukassa bílaapóteks Lyfjavals við Hæðasmára í Kópavogi um hálfsjöleytið í kvöld. Tvær starfskonur apóteksins náðu peningunum af konunni, sem flúði af vettvangi.

Starfsmennina sakaði ekki og engir aðrir viðskiptavinir urðu vitni að þessu. Lögreglan kom fljótt á vettvang, konan var þá bak og burt, en myndir náðust af henni á öryggismyndavélar. Um grannvaxna unga konu er að ræða, sem mun hafa verið í mjög slæmu ásigkomulagi.

„Okkur fannst hún grunsamleg er hún kom hingað fyrst og keypti sprautur og nálar. Nokkrum mínútum síðar stökk hún inn fyrir lúguna og náði að hrifsa til sín nokkrum þúsund króna seðlum. Við vorum fljótar til og náðum að taka peningana af henni. Hún hljóp þá burtu og stökk upp í bíl sem beið eftir henni fyrir utan. Auðvitað brá okkur við þetta," segir lyfjafræðingur á vakt hjá Lyfjavali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert