13 ára á heimilisbílnum

mbl.is/Jakob Fannar

Lögreglan á Suðurnesjum veitti bifreið athygli í gærkvöldi sem ekið var mjög greitt um götur Keflavíkur og ökumaður virti heldur ekki stöðvunarskyldu. Er lögreglan náði að stöðva bifreiðina skömmu síðar kom í ljós að ökumaðurinn var aðeins 13 ára og á heimilisbílnum.

Móðir piltsins var upplýst um málið auk þess sem haft var samband við fulltrúa barnaverndarnefndar.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði einnig afskipti af ökumanni bifreiðar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs í gærkvöldi. Annar mældist á 82 km hraða á Njarðarbraut þar sem hámarkshraði er 50 km/klst en hinn mældist á 125 km á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert