Líst vel á listann

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Skapti

Njáll Trausti Friðbertsson er ánægður með niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Hann sóttist eftir þriðja sætinu og fékk. „Það var mjög gott að ná þessu, því maður getur ekki gefið sér að ná sínum markmiðum í fyrstu atrennu enda voru margir um hituna,“ segir Njáll Trausti sem er að koma nýr inn í sveitastjórnmálin og hefur ekki starfað innan Sjálfstæðisflokksins áður.

Hann segir velferð bæjarins og ákveðna hugmyndafræði sem hann vilji koma á framfæri ástæðu þess að hann ákvað að gefa kost á sér í sveitastjórnmálin.  „Ég lagði áherslu á atvinnuuppbyggingu og samgöngur við bæinn. Mitt mat er að atvinnulífið byggist á samgöngum og velferðin byggist síðan á atvinnulífinu.“

Njáll Trausti kveðst hafa fundið fyrir samhljóm meðal flokksfélaga á Akureyri og líst vel á hinn nýja lista. „Ég held að þetta stillist vel upp, það er mikil breidd í hópinum því þar er samankomið fólk úr mörgum áttum og með mismunandi bakgrunn.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert