Saltkjöt eins og pabbi gerði það

Melabúðin selur saltkjöt beint úr tunnunum.
Melabúðin selur saltkjöt beint úr tunnunum. mbl.is/Golli

Saltkjötið rýkur út hjá Pétri Alan Guðmundssyni í Melabúðinni en í dag er sprengidagur. Pétur  á líka von á að það seljist upp eins og undanfarin ár, þrátt fyrir að söltuð séu 3-4 tonn af kjöti.

„Þetta er saltað eins og pabbi gerði alltaf,“ segir hann.

Faðir hans, Guðmundur Júlíusson, raðaði kjöti og salti lagskipt með gamla laginu og lagði í saltpækil. Það skilar léttsöltuðu kjöti sem þeir sem reynt hafa kunna vel að meta. „Fólk kemur alls staðar af höfuðborgarsvæðinu, jafnvel úr Hafnarfirði og Mosfellsbæ, til að kaupa saltkjötið,“ segir Pétur sem mun líka gæða sér á herlegheitunum ásamt fjölskyldu og starfsfólki. 

Talið er að nafn sprengidagsins sé komið af því að menn eigi að borða á sig gat en fastan hefst á morgun, öskudag. Upphaflega byrjuðu Íslendingar að borða saltkjöt á sprengidag þar sem saltskortur var mikill og þótti því veisla að fá saltað kjöt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert