Undirbúa nýtt Icesave tilboð

Icesave
Icesave

Bretar og Hollendingar eru að undirbúa nýtt tilboð vegna Icesave, samkvæmt frétt Reuters. Hefur fréttastofan þetta eftir ónafngreindum heimildum en samkvæmt tilboðinu verða vextir af láninu breytilegir til þess að létta byrðar Íslendinga.

Samkvæmt Reuters byggir tilboð Breta og Hollendinga nú á samkomulaginu sem ríkin þrjú komust að í október, þar á meðal um fulla endurgreiðslu á lánsupphæðinni og sjö ára tímabil án afborgunar af lánunum.

Reuters hefur eftir heimildarmanni, að um sé að ræða tilboð, sem Íslendingar geti ekki hafnað.

Heimildarmaður hjá breska fjármálaráðuneytinu staðfesti við fréttastofuna að nýtt tilboð yrði lagt fyrir Íslendinga til að reyna að leysa deiluna. 

Frétt Reuters í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert