Eldsneyti hækkar um 5 krónur

Verð á bæði bensíni og díselolíu hefur hækkað um 5 krónur lítrinn í dag hjá N1. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu skýrist verðhækkunin af ört ört hækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti og staða krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar.

Það þýðir að eldsneytisverð fer yfir 200 króna múrinn, því eftir breytingu verður meðalverð á bensínlítranum hjá N1 204,2 kr. en 201,9 kr. fyrir díselolíulítrinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert