Vísað úr landi eftir afplánun

Karlmanni merð útlent ríkisfang, sem lögreglan á Selfossi handtók í síðasta mánuði vegna innbrota hefur nú verið vísað brott af landinu. Við rannsókn vaknaði grunur um að hann ætti hlut að nokkrum innbrotum á Selfossi og á Hvolsvelli auk líkamsárása.

Að kröfu lögreglustjórans á Selfossi var maðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á meðan mál hans var rannsakað. „Málið vannst mjög hratt og ákæra gefin út og dómur lá fljótlega fyrir þar sem maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tveir skilorðsbundnir.

Þar sem maðurinn hafði setið í gæsluvarðhaldi í einn mánuð var hann leystur út eftir helming refsingar. Útlendingastofnun hafði brottvísað manninum svo honum var fylgt beint til heimalands síns eftir að hann losnaði af Litla Hrauni," segir í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert