Funda um atvinnumál ungs fólks

Duglegir krakkar í Vinnuskólanum.
Duglegir krakkar í Vinnuskólanum. Friðrik Tryggvason

Ungir jafnaðarmenn hafa boðað til fundar um atvinnumál ungs fólks í kvöld, þar sem fjallað verður um aðgerðir stjórnvalda til að takast á við atvinnuleysi á meðal ungs fólks.

Í tilkynningu kemur fram að framsögumenn verða félags-og tryggingamálráðherra Árni Páll Árnason  sem mun tala um áætlun og markmið stjórnvalda í uppbyggingu fjölbreyttra tækifæra fyrir ungt fólk án atvinnu. Þá mun Lárus Rögnvaldur Haraldsson Haraldsson, atvinnuráðgjafi fjalla um þau vandamál sem þegar hafa komið upp og mikilvægt er að fyrirbyggja, og þeirra úrbóta sem er þörf. Þeir munu svo svara fyrirspurnum úr sal.

Fundurinn sem er haldinn að Hallveigarstíg 1, hefst kl. 20 í kvöld og húsið opnar hálftíma fyrr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert