88,5 milljónir í innlenda dagskrárgerð

Tvíhöfðarnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafa verið áberandi í …
Tvíhöfðarnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafa verið áberandi í innlendri dagskrárgerð undanfarin ár mbl.is/Sverrir

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að eftirstöðvum Menningarsjóðs útvarpsstöðva, samtals 88,5 milljónir króna, verði úthlutað til innlendrar dagskrárgerðar fyrir hljóðvarp og sjónvarp í samræmi við úthlutnarreglur sjóðsins. Það verður gert með tveimur úthlutunum á árinu 2010 annars vegar og árinu 2011 hins vegar.

Mennta- og menningarmálaráðherra mun skipa sjóðnum nýja stjórn á næstunni sem fær það hlutverk að undirbúa úthlutanirnar, samkvæmt tilkynningu.

„Hefðbundinni starfsemi Menningarsjóðs útvarpsstöðva lauk um aldamótin en síðan hefur inneign hans á bankareikningi ávaxtast vel og er hún nú 88,5 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til eflingar á innlendri dagskrárgerð í hljóðvarpi og sjónvarpi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert