Margt gott gert innan bankanna

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þjóðfélagsumræðan er óvægin og gefur ekki sanna mynd af því sem er að gerast hvað varðar endurskipulagningu fyrritækja. Þetta sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í dag. Gylfi segist geta fullyrt að margt gott sé verið að gera án þess að það veki athygli fjölmiðla.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hóf utandagskrárumræðu um afskriftir og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og eigenda þeirra hjá fjármálastofnunum. Hann hóf ræðu sína á því að gagnrýna Gylfa og sagðist ekki ætla að spyrja hann spurninga, þar sem hann svarar þeim aldrei. Þá sagði hann það ekki hafa tekist að skapa gagnsæi og jafnræði þegar kemur að endurskipulagningu fyrirtækja.

Gylfi sagði það mjög mikilvægt að vinnan sé hafin af fullum krafti, þó hún verði aldrei gerð þannig að öllum líki. Hann segir umræðuna hafa verið harða og óvæga en ekki gefa sanna mynd af stöðunni. „Þjóðfélagsumræðan er miklu verri en ástandið gefið tilkynna,“ sagði Gylfi og bætti við að gagnrýnin mætti ekki verða til þess að draga kjark úr bankamönnum til að taka ákvarðanir. „Það má ekki hrekja bankanna til að taka engar ákvarðanir.“

Hann sagði mikilvægasta hagsmunamálið að fjárhagslega endurskipulagningin takist vel, án þess að fyrirtækin hætti í stórum stíl rekstri, að framleiðsla þeirra stöðvist og starfsfólk þeirra missi störf sín. Hann sagði stöðuna versta hjá þeim eignarhaldsfélögum sem stofnuð voru í kringum spilaborgir sem flestar ef ekki allar hafa hrunið til grunna. Þau verði ekki endurreist.

Engin pólitísk forysta

Guðlaugur Þór sagði athyglisvert að heyra það hjá ráðherra að góðir hlutir væru að gerast, því forsætisráðherra tali á aðra vegu. „Þetta sýnir kannski vandann, það er engin pólitísk forysta í landinu,“ Guðlaugur sagði óásættanlegt að þau skilaboð séu send út, að þeir sem fóru hvað óvarlegast í rekstri sínum fái besta fyrirgreiðslu.

Gylfi bætti síðar við að umræðan geti verið hættuleg, og hægt sé að ganga of langt, svipta menn eignum án dóms og laga á grundvelli orðspors. Það vilji menn ekki gera enda verði að standa vörð um réttarríkið, þó svo farið sé varlegar eftir hrun bankanna. 

Einnig sagði Gylfi að íslenskum bönkum og fjármálafyrirtækjum hafi verið falið mjög erfitt verkefni. Það verði að treysta þeim, án þess þó að það sé blint traust. Fylgst er náið með þeim og til þess eru ákveðin tæki sem verði beitt.

mbl.is

Innlent »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Aldrei tíma til að reykja eða drekka

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »

Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

05:30 Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir. Meira »

Allt að 34% launahækkun

05:30 Mikið launaskrið er hjá hinu opinbera og hafa laun einstakra hópa hækkað allt að 34% frá 2014.   Meira »

Uppkaup á ærgildum möguleg

05:30 Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Hverfandi myndast

05:30 Hálslón er nú komið á yfirfall en yfirborð lónsins náði 625 metrum yfir sjávarmáli aðfaranótt síðastliðins laugardags, 19. ágúst. Meira »

Tillögur um fiskeldi kynntar ríkisstjórn

05:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir ríkisstjórninni í dag niðurstöður starfshóps um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK-síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...