Óskar eftir fundi vegna ESB

Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Kristinn Guðfinnsson Þorvaldur Örn Kristmundsson

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir því á fundi sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar í morgun að haldinn yrði sérstakur fundur nefndarinnar í tilefni af áliti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjórnarinnar að áhrif ESB aðildar á íslenskan sjávarútveg og landbúnaðar yrðu geysilega víðtæk, að því er segir í tilkynningu frá Einari.

 „Mjög brýnt  er að sú nefnd Alþingis sem fer með þessa málaflokka fái þess kost að fylgjast með framvindu málsins og fá skýr svör um hvernig ætlunin sé að halda á hinum mikilvægu hagsmunum þessara þýðingarmiklu atvinnuvega okkar," segir í tilkynningu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka