Setti hús í bandarískt félag

Einbýlishús Jóhannesar Jónssonar á Flórída.
Einbýlishús Jóhannesar Jónssonar á Flórída.

Jóhannes Jónsson í Bónus keypti 620 fermetra hús á Flórída sex vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. Kaupverðið var 1,5 milljónir dollara er jafngilti þá um 150 milljónum króna.

Jóhannes keypti húsið í gegnum einkahlutafélagið Sunnubjörg ehf. en 11. nóvember 2009 var félagið hins vegar fært yfir í bandarískt félag að nafni The Johannes Jonsson Trust.

Samkvæmt bandarískri löggjöf er eigandi hússins þar með í skjóli frá kröfuhöfum vegna skuldbindinga í öðrum löndum en Bandaríkjunum.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert