Tvær kreppur blasa við

Íslendingar standa frammi fyrir tveimur kreppum, efnahagslegri og pólitískri, þar sem ekki tókst að semja um Icesave-skuldbindingarnar við Breta og Hollendinga, að því er segir í frétt Reuters. „Enginn hættir sér í fjárfestingar á Íslandi á meðan þetta mál er óleyst," segir Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank..

Í frétt Reuters kemur fram að svo lengi sem Icesave deilan hangir yfir Íslendingum megi búast við því að fjármunir rati inn í hagkerfið. Eins að hér ríki pólitískur óstöðugleiki á sama tíma og ríkisstjórnin þarf að taka á sig ábyrgðina af óreiðunni sem veldur því að íslenskir skattgreiðendur sitja uppi með miklar skuldbindingar næstu árin.

Mats Olausson, yfirmaður greiningar á þróunarmörkuðum hjá sænska bankanum SEB, segir að ef deilan leysist ekki fyrir 2011 er aukin hætta á vanskilum ríkisins en enn sé langur tími til stefnu.

„Ef niðurstaðan verður nei þann 6. mars, þá er ekki nauðsynlegt að ríkisstjórnin segir af sér en staða hennar verður verulega löskuð. Og ég held að það sé ekki annar raunhæfur möguleiki strax," bætir hann við.

 Christensen segir einungis eitt í stöðunni fyrir Íslendinga á næstunni - strangt meinlætalíf.

Grein Reuters í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert