Hætta að tipla á tánum í kringum kröfuhafana

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag, að ekki yrði tryggð atvinna og velferð í landinu nema hætt verði að tipla á tánum í kringum kröfuhafa og útrásarvíkinga. 

Lilja sagðist  vera sammála mörgu því, sem Samtök atvinnulífsins hefðu lagt til um atvinnuuppbyggingu en ekki öllu, einkum að hraða beri virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum.

„Brýnar atvinnuskapandi aðgerðir eru við þessar aðstæður, að setja skuldsett fyrirtæki fjárglæframanna í þrot, hraða fjárhagslegri endurskipulagningu lífvænlegra fyrirtækja til að þau geti fjárfest og ráðið nýtt fólk, bæta rekstarskilyrði fyrirtækja með lækkun vaxta í 5% og með því að afskrifa tapaðar kröfur og færa niður höfuðstól lána heimilanna til að örva eftirspurn í hagkerfinu," sagði Lilja.

Hún sagði að velta mætti fyrir sér hvers vegna ákveðnir fjárfestar hefðu jafn mikið fjármagn milli handanna og raun bæri vitni og líklega væri það fé tilkomið gegnum skuldsettar yfirtökur fjárfestingarfélaga á rekstrarfélögum, sem nú væru tæmd af öllum eignum.

„Nauðsynlegt er að setja slík félög sem fyrst í þrot, það er að segja fjárfestingarfélögin og eignarhaldsfélögin, til að hægt verði að þjóðnýta illa fengið fé og tryggja, að þeir sem best eru til reksturs fyrirtækja fallnir eignist rekstarfyrirtækin þegar þau fara í sölu,"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert