Með ráðherra á Steypunni

Menntamálaráðherra og útvarpsstjóra var engin vægð sýnd þegar framhaldsskólanemar í Ármúla spurðu þau spjörunum úr í skólanum í hádeginu í sjónvarpsþætti, sem kvikmyndagerðarfólk framtíðarinnar átti veg og vanda að.

Spennustigið var hátt á Steypunni í Fjölbrautarskólanum í Ármúla laust fyrir hádegi í dag þar sem myndatökumenn, hljóðmenn, spyrlar og leikmyndafólk var önnum kafið við að undirbúa stórviðburð dagsins; upptöku á umræðuþætti fyrir sjónvarp þar sem rætt skyldi um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar. Umræðuefnið var nærtækt því að þættinum stóðu nemendur í kvikmyndagerðaráfanganum bíó 203.

Krakkarnir réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur því þeir fengu Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Pál Magnússon útvarpsstjóra, Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmann og Hrönn Kristinsdóttur framleiðanda til að sitja fyrir svörum í þættinum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert