Draga fulltrúa sína ekki úr starfshópnum

Búnaðarþingi lýkur í dag.
Búnaðarþingi lýkur í dag. Árni Sæberg

Bændasamtökin munu ekki draga fulltrúa sína út úr stjórnskipaðri nefnd sem fjallar áhrif aðildar Íslands að ESB á landbúnaðinn. Á búnaðarþingi, sem lýkur í dag, verður samþykkt ályktun þar sem ítrekuð er fyrri afstaða Bændasamtakanna gegn aðild landsins að ESB.

Ítarlega er rætt um aðild Íslands að Evrópusambandinu á búnaðarþingi. Sú hugmynd var rædd að Bændasamtökin tækju fulltrúa sína út úr nefnd sem fjallar um áhrif aðildar á landbúnaðinn. Lítill stuðningur var við hugmyndina. Fulltrúar á þinginu voru flestir sammála um að Bændasamtökin ættu að halda áfram að taka þátt í störfum starfshópsins og kynna vel fyrir landsmönnum áhrif aðildar á landbúnaðinn og landsbyggðina.

Ályktun um Evrópumál verður afgreidd á búnaðarþingi síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert