Fá ekki að leggja hald á fé

Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu ríkislögreglustjóra um heimild til að leggja hald á 1,7 milljarða króna innistæður tveggja félaga á bankareikningum hjá Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) í Svíþjóð. Málið gengist rannsókn á brotum á gjaldeyrislögum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu ríkislögreglustjóra um að leggja hald á féð en sænsk stjórnvöld höfnuðu beiðni um að framfylgja þeim úrskurði á þeirri forsendu að meint brot væru ekki refsiverð þar í landi. Segir Hæstiréttur, að af þessum sökum verði  úrskurðinum ekki framfylgt.

Málið tengist rannsókn á meintu broti félags og einstaklinga því tengdu vegna gruns um að hafa stundað ólöglega milligöngu um gjaldeyrisviðskipti. Eru viðkomandi grunaðir um að hafa hagnast gífurlega með því að hafa ólöglega milligöngu, fyrir útflytjendur og aðra eigendur gjaldeyris, um skipti á erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur á svonefndum aflandsmarkaði.

Gríðarlegur hagnaður

Fram kom nýlega hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Seðlabankanum, að verið væri að rannsaka starfsemi fyrirtækisins Aserta AB, sem skráð er í Svíþjóð, og fjögurra einstaklinga, því tengdu, sem taldir eru hafa haft raunverulega stjórn á félaginu.

Í greinargerð lögreglu, sem lögð var fyrir héraðsdóm, kemur fram að hagnaður af þessum viðskiptum hafi verið gríðarlegur enda hafi mismunur á gengi krónunnar hjá Seðlabankanum annars vegar og á aflandsmarkaði hins vegar numið tugum prósenta þegar mest var.

Brotin eru talin hafa verið framin með að taka við greiðslum í útlöndum í erlendum gjaldeyri inn á bankareikninga í nafni fyrirtækisins, sem forsvarsmenn þess síðan eru taldir hafa skipt yfir í krónur á aflandsgengi í viðkomandi bönkum. Krónurnar voru síðan millifærðar inn á reikninga þessara aðila í íslenskum bönkum en millifærðar þaðan til sömu aðila eða tengdra aðila. Með þessu högnuðust útflytjendurnir umtalsvert með því að þeir fengu fleiri krónur fyrir þann erlenda gjaldeyri sem þeir fengu fyrir útfluttar vörur og þjónustu.

Fyrirtækið og einstaklingarnir eru talin hafa fengið umtalsverða þóknun fyrir milligöngu sína, sem lögregla segir hafa verið ólöglega þar sem þau höfðu ekki leyfi til slíkra viðskipta. 

Stjórnarmenn taldir vera leppar

Fyrirtækið er skráð í Svíþjóð. Stjórnarmenn félagsins samkvæmt upplýsingum frá Svíþjóð starfa hjá fyrirtæki, sem býður upp á þá þjónustu að vera í stjórn fyrirtækja fyrir félög. Fyrirtækið hefur skráð heimilisfang sitt hjá því fyrirtæki. Efnahagsbrotadeild hefur grunsemdir um að stjórnarmennirnir séu eingöngu leppar í stjórn félagsins en raunveruleg stjórn sé í höndum fjórmenninganna, sem eru allir skráðir til heimilis í Bretlandi. Hins vegar hefur lögreglan rökstuddan grun um að þeir séu allir búsettir hér á landi og starfi hér.

Á tímabilinu frá 25. mars til 5. október 2009 bárust verulegar fjárhæðir í íslenskum krónum inn á reikninga í eigu Aserta hjá Íslandsbanka og Landsbanka Ísland, eða tæplega 13,2 milljarðar króna. Stærstur hluti þessa fjár, 11,45 milljarðar, bárust í 100 millifærslum frá SEB bankanum í Svíþjóð inn á bankareikning Landsbanka Íslands.

Af innlendum bankareikningum félagsins hjá íslenskum bönkum má að sögn lögreglu sjá, að félagið greiddi til í það minnsta 95 aðila í 731 útborgun samtals að fjárhæð 13 milljarða. Af bankagögnum megi einnig sjá að fjórmenningarnir fengu samtals 142,5 milljónir króna greiddar inn á sína persónulega reikninga hér á landi frá fyrirtækinu.

Taldir geyma ávinning í útlöndum 

Lögreglan segir, að rökstuddur grunur sé um að sakborningarnir geymi ávinning, hafi umbreytt honum í annan gjaldmiðil eða eftir atvikum leyni ávinningi fyrirtækisins af brotum þeirra og félagsins á reikningum hjá SEB bankanum í Svíþjóð. Slíkt sé sjálfstætt refsilagabrot.

Innistæður á reikningum félagsins eru taldar ávinningur sakborninga og vitorðsmanna þeirra sem geti verið grundvöllur refsiábyrgðar og upptöku ávinningsins. Af reikningsyfirlitum sakborninga á Íslandi verði ekki séð að þeir hafi nema í litlum mæli flutt til Íslands ávinning af brotum sínum heldur kunni hann að vera staðsettur erlendis og þá líklega á reikningum félagsins hjá SEB bankanum.

Efnahagsbrotadeild lagði fram ósk um liðsinni sænskra yfirvalda við að kyrrsetja eigur fyrirtækisins í Svíþjóð. Sænsk yfirvöld höfnuðu beiðni efnahagsbrotadeildar á grundvelli tvöfaldrar refsinæmi en þar í landi séu meint sakarefni í máli þessu ekki refsiverð. Lögreglan áætlar að hagnaður af viðskiptunum nemi 1,695 milljörðum króna miðað við að gengismunurinn sé að meðaltali 15% sem sé varlega áætlað. 

mbl.is

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Fyrstu umræðu um fjárlög lokið

Í gær, 20:18 Fyrstu umræðu um fjármálafrumvarpið er lokið á Alþingi, en henni lauk klukkan rétt rúmlega átta í kvöld. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók til máls við lok umræðunnar og sagði að honum hefði þótt málefnalega farið yfir frumvarpið. Meira »

U-beygja um samning sjúkrabíla

Í gær, 20:00 „Fyrir rúmu ári síðan var nýr samningur í lokayfirlestri en þá kom u-beygja frá velferðarráðuneytinu um að bílarnir skyldu vera í eigu ríkisins. Þeir eru og hafa verið í eigu sjúkrabílasjóðs Rauða krossins. Staðan er sú að ekki er komin lausn í það mál.“ Þetta segir starfsmaður Sjúkratrygginga Íslands. Meira »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

Í gær, 19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

Í gær, 18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

Í gær, 18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

Í gær, 17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

Í gær, 16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

Í gær, 17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

Í gær, 16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

Í gær, 16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

MAZDA 3 - Ný skoðaður - Ekinn aðeins 74 þús.
Til sölu MAZDA 3 árg. 2004. Sjálfskiptur. Ekinn aðeins 74 þúsund km. Bíllinn lít...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...