Fá ekki að leggja hald á fé

Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu ríkislögreglustjóra um heimild til að leggja hald á 1,7 milljarða króna innistæður tveggja félaga á bankareikningum hjá Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) í Svíþjóð. Málið gengist rannsókn á brotum á gjaldeyrislögum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fallist á kröfu ríkislögreglustjóra um að leggja hald á féð en sænsk stjórnvöld höfnuðu beiðni um að framfylgja þeim úrskurði á þeirri forsendu að meint brot væru ekki refsiverð þar í landi. Segir Hæstiréttur, að af þessum sökum verði  úrskurðinum ekki framfylgt.

Málið tengist rannsókn á meintu broti félags og einstaklinga því tengdu vegna gruns um að hafa stundað ólöglega milligöngu um gjaldeyrisviðskipti. Eru viðkomandi grunaðir um að hafa hagnast gífurlega með því að hafa ólöglega milligöngu, fyrir útflytjendur og aðra eigendur gjaldeyris, um skipti á erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur á svonefndum aflandsmarkaði.

Gríðarlegur hagnaður

Fram kom nýlega hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Seðlabankanum, að verið væri að rannsaka starfsemi fyrirtækisins Aserta AB, sem skráð er í Svíþjóð, og fjögurra einstaklinga, því tengdu, sem taldir eru hafa haft raunverulega stjórn á félaginu.

Í greinargerð lögreglu, sem lögð var fyrir héraðsdóm, kemur fram að hagnaður af þessum viðskiptum hafi verið gríðarlegur enda hafi mismunur á gengi krónunnar hjá Seðlabankanum annars vegar og á aflandsmarkaði hins vegar numið tugum prósenta þegar mest var.

Brotin eru talin hafa verið framin með að taka við greiðslum í útlöndum í erlendum gjaldeyri inn á bankareikninga í nafni fyrirtækisins, sem forsvarsmenn þess síðan eru taldir hafa skipt yfir í krónur á aflandsgengi í viðkomandi bönkum. Krónurnar voru síðan millifærðar inn á reikninga þessara aðila í íslenskum bönkum en millifærðar þaðan til sömu aðila eða tengdra aðila. Með þessu högnuðust útflytjendurnir umtalsvert með því að þeir fengu fleiri krónur fyrir þann erlenda gjaldeyri sem þeir fengu fyrir útfluttar vörur og þjónustu.

Fyrirtækið og einstaklingarnir eru talin hafa fengið umtalsverða þóknun fyrir milligöngu sína, sem lögregla segir hafa verið ólöglega þar sem þau höfðu ekki leyfi til slíkra viðskipta. 

Stjórnarmenn taldir vera leppar

Fyrirtækið er skráð í Svíþjóð. Stjórnarmenn félagsins samkvæmt upplýsingum frá Svíþjóð starfa hjá fyrirtæki, sem býður upp á þá þjónustu að vera í stjórn fyrirtækja fyrir félög. Fyrirtækið hefur skráð heimilisfang sitt hjá því fyrirtæki. Efnahagsbrotadeild hefur grunsemdir um að stjórnarmennirnir séu eingöngu leppar í stjórn félagsins en raunveruleg stjórn sé í höndum fjórmenninganna, sem eru allir skráðir til heimilis í Bretlandi. Hins vegar hefur lögreglan rökstuddan grun um að þeir séu allir búsettir hér á landi og starfi hér.

Á tímabilinu frá 25. mars til 5. október 2009 bárust verulegar fjárhæðir í íslenskum krónum inn á reikninga í eigu Aserta hjá Íslandsbanka og Landsbanka Ísland, eða tæplega 13,2 milljarðar króna. Stærstur hluti þessa fjár, 11,45 milljarðar, bárust í 100 millifærslum frá SEB bankanum í Svíþjóð inn á bankareikning Landsbanka Íslands.

Af innlendum bankareikningum félagsins hjá íslenskum bönkum má að sögn lögreglu sjá, að félagið greiddi til í það minnsta 95 aðila í 731 útborgun samtals að fjárhæð 13 milljarða. Af bankagögnum megi einnig sjá að fjórmenningarnir fengu samtals 142,5 milljónir króna greiddar inn á sína persónulega reikninga hér á landi frá fyrirtækinu.

Taldir geyma ávinning í útlöndum 

Lögreglan segir, að rökstuddur grunur sé um að sakborningarnir geymi ávinning, hafi umbreytt honum í annan gjaldmiðil eða eftir atvikum leyni ávinningi fyrirtækisins af brotum þeirra og félagsins á reikningum hjá SEB bankanum í Svíþjóð. Slíkt sé sjálfstætt refsilagabrot.

Innistæður á reikningum félagsins eru taldar ávinningur sakborninga og vitorðsmanna þeirra sem geti verið grundvöllur refsiábyrgðar og upptöku ávinningsins. Af reikningsyfirlitum sakborninga á Íslandi verði ekki séð að þeir hafi nema í litlum mæli flutt til Íslands ávinning af brotum sínum heldur kunni hann að vera staðsettur erlendis og þá líklega á reikningum félagsins hjá SEB bankanum.

Efnahagsbrotadeild lagði fram ósk um liðsinni sænskra yfirvalda við að kyrrsetja eigur fyrirtækisins í Svíþjóð. Sænsk yfirvöld höfnuðu beiðni efnahagsbrotadeildar á grundvelli tvöfaldrar refsinæmi en þar í landi séu meint sakarefni í máli þessu ekki refsiverð. Lögreglan áætlar að hagnaður af viðskiptunum nemi 1,695 milljörðum króna miðað við að gengismunurinn sé að meðaltali 15% sem sé varlega áætlað. 

mbl.is

Innlent »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Íslenskur lax fjarskyldur Evrópulaxi

07:57 Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Óheimilt að skerða bætur

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna. Meira »

Girða fyrir svigrúm til skattalækkana

05:30 Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár.   Meira »

Tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík

05:30 Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Eykur áhættu í hagkerfinu

05:30 Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins. Meira »

Suðurnesin skilin eftir í framlögum

05:30 Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kostar mestu til

05:30 „Við erum að áætla að kosningarbaráttan geti kostað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu 30 til 35 milljónir króna í heild, en það hvernig þessi útgjöld skiptast er ekki komið á hreint enn og því ótímabært að tala um það,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Antikhúsgögn
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...