„Mjög virk samskipti“

Mikil samskipti eru á milli samninganefndanna en engir fundir hafa …
Mikil samskipti eru á milli samninganefndanna en engir fundir hafa verið í dag. Ómar Óskarsson

„Mjög virk samskipti“ hafa verið á milli samninganefndar Íslendinga og fulltrúa Breta og Hollendinga í Icesave-viðræðunum í dag, en engir fundir, að sögn Elíasar Jóns Guðjónssonar, upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins. 

Aðspurður um hvort samninganefndin sé á heimleið sagði Elías að ekki sé búið að bóka fyrir hana far. Hann taldi ótímabært að tjá sig um hvort farið sé að hilla undir samkomulag í viðræðunum. 

Formlegur fundur samninganefndanna hefur ekki verið ákveðinn, en samningamennirnir eiga í miklum óformlegum samskiptum, að sögn Elíasar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert